Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. júlí 2021 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hans og Dofri að verða klárir í slaginn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir sigraði Selfoss 2-1 í Lengjudeildinni í gær. Þetta var þriðji leikurinn sem liðið var án Dofra Snorrasonar, fyrirliða liðsins.

Ásmundur Arnarsson var til viðtals eftir leikinn og var meðal annars spurður út í stöðuna á Dofra.

„Það er ekki alveg ljóst, ég myndi telja að það væri svona ein til tvær vikur í hann."

Hans Viktor Guðmundsson hefur verið lengi frá vegna meiðsla en hann en hann byrjaði að æfa í vikunni.

„Hans er búinn að vera í þrálátum meiðslum, bara frá því í febrúar held ég. Hann reimaði á sig takkaskó í fyrsta sinn í vikunni og fékk að vera smá stund með á æfingu þannig að vonandi styttist í hann," sagði Ásmundur.
Ási: Náðum okkur þrjú langþráð stig
Athugasemdir
banner