Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. júlí 2021 19:00
Victor Pálsson
Jovic vill ekki yfirgefa Real
Mynd: Getty Images
Luka Jovic er enn ákveðinn í að sanna sig hjá stórliði Real Madrid samkvæmt fréttum dagsins.

Jovic hefur lítið sannað á Santiago Bernabeu en hann byrjaði aðeins fjóra deildarleiki á sínu fyrsta tímabili og var síðar lánaður aftur til Þýskalands.

Jovic stóð sig gríðarlega vel með liði Frankfurt frá 2017 til 2019 og skoraði þá 25 mörk í 49 deildarleikjum.

Eftir komuna til Real skoraði Jovic aðeins tvö mörk í 21 deildarleik og síðar fjögur mörk í 18 leikjum með Frankfurt á láni.

Þrátt fyrir það ætlar Serbinn ekki að gefast upp og vill spila með liðinu á næstu leiktíð.

Jovic er 23 ára gamall en hann kostaði spænska félagið 70 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner