lau 10. júlí 2021 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kjartan Henry, Theodór Elmar og EM Hjammi á X977 í dag
Kjartan Henry og Theodór Elmar, fyrir nokkrum árum.
Kjartan Henry og Theodór Elmar, fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það verður rándýr dagskrá í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag laugardag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14. Umsjónarmenn þáttarins eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson.

Kjartan Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason eru sameinaðir á ný hjá KR og mæta í þátt vikunnar. Þeir ólust upp hjá KR og fóru ungir saman til Celtic í Skotlandi.

Eftir langa veru í atvinnumennsku eru þeir nú mættir aftur í Vesturbæinn.



Úrslitaleikur EM alls staðar verður á dagskrá á sunnudagskvöld. England leikur gegn Ítalíu. Hjálmar Örn Jóhannsson, betur þekktur sem Hjammi, hitar upp fyrir leikinn með Elvari og Tómasi.

Þá verður farið yfir helstu tíðindi í íslenska boltanum, Evrópuleiki vikunnar og Pepsi Max-deildin og Lengjudeildin skoðuð.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner