Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. júlí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lokonga á leið í læknisskoðun
Á leið frá Anderlecht í Arsenal.
Á leið frá Anderlecht í Arsenal.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er að ganga frá kaupum á miðjumanninum Albert Lokonga frá Anderlecht í Belgíu.

Arsenal hefur verið í viðræðum við Anderlecht síðustu vikur en talið er að kaupverðið muni verða allt að 18 milljónir punda.

Goal segir að Lokonga sé á leið í læknisskoðun fljótlega.

Talið er að hann fari í læknisskoðun í Belgíu og muni svo fara til London. Það er vonast til þess að hann verði leikmaður Arsenal þegar liðið fer til Bandaríkjanna í æfingamót seinna í þessum mánuði.

Lokonga er 21 árs gamall og þykir mjög spennandi miðjumaður. Hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner