lau 10. júlí 2021 22:25
Victor Pálsson
Mata hafnaði öðrum liðum - Gat ekki endað svona
Mynd: Getty Images
Juan Mata hafnaði öðrum félögum í sumar til að skrifa undir nýjan samning við Manchester United.

Mata segir sjálfur frá þessu en þessi 33 ára gamli leikmaður samþykkti að leika með Man Utd á næsta tímabili þrátt fyrir erfiðleika á þeirri síðustu.

Mata var ekki einn af lykilmönnum Man Utd á síðustu leiktíð og var búið að hann myndi kveðja félagið í sumar.

Það varð þó ekki niðurstaðan en Mata gat ekki séð sjálfan sig kveðja félagið strax.

„Þú þarft að hugsa þig um. Ég var auðvitað samningslaus og eins eðlilegt og það er þá færðu símtöl frá mismunandi félögum um að taka nýrri áskorun," sagði Mata.

„Tilfinningin sem fylgir því að vera hjá þessu félagi og sérstaklega hvernig síðasta tímabil fór, sem var örugglega það erfiðasta á mínum ferli, þá fannst mér ekki eðlilegt að fara núna."

„Auðvitað verð ég líka áfram þar sem ég tel mig geta gefið liðinu mikið og ég tel að þeir hugsi það sama."
Athugasemdir
banner
banner
banner