Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. júlí 2021 15:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Schmeichel kvartaði undan lasergeislum
Mynd: EPA
England komst í úrslit EM með sigri á Dannmörku í undan úrslitum á miðvikudaginn síðastliðinn.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Englands eftir framlengdan leik.

Danir komust yfir með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu frá Mikkel Damsgaard eftir hálf tíma leik en Simon Kjær varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark um 10 mínútum síðar. Þannig var staðan þegar flautað var til leiksloka.

Eftir 104 mínútna leik fékk England vítaspyrnu sem Kane skoraði úr. Það sást síðan að það var verið að beina laser í andlitið á Kasper Schmeichel. Hann sagði frá því eftir leikinn að hann hafi kvartað undan þessu fyrr í leiknum.

„Ég fann ekki fyrir þessu í vítaspyrnunni af því þetta var fyrir aftan mig hægra megin. Ég fann hinsvegar fyrir þessu í seinni hálfleik," sagði Schmeichel.

„Ég sagði dómaranum frá þessu. Hann fór og sagði fjórða dómaranum."

Það er verið að rannsaka hver var með laserinn á lofti og á sá yfir höfði sér háa sekt og bann frá leikvanginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner