Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. júlí 2021 23:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoðun fréttaritara
Umdeild ákvörðun sem sendi röng skilaboð
Daði Ólafsson
Daði Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki Fylkis fagnað
Marki Fylkis fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Ólafsson var tekinn af velli í leik Fylkis og HK á 65. mínútu í stöðunni 1-1. Sú ákvörðun þjálfarateymis Fylkis vakti athygli fjölmiðlamanna og mögulega annarra áhorfenda á Würth vellinum í gær.

Daði lék í vinstri bakverðinum hjá Fylki í leiknum og hafði átt mjög góðan leik. Hann átti mjög öflugar fyrirgjafir í leiknum og tvær frábærar aukaspyrnur á mark HK, sú seinni rataði í netið og kom Fylki í 1-0 í fyrri hálfleik.

Fylkir hafði leitt leikinn í tæpan hálftíma þegar Birnir Snær Ingason jafnaði leikinn á 60. mínútu leiksins.

Fimm mínútum seinna var Daði tekinn af velli og inn kom Torfi Tímoteus Gunnarsson inn á og fór í vinstri bakvörðinn. Það verður að teljast ansi varnarsinnuð skipting þar sem Torfi er ekki beint þekktur fyrir sína sóknarhæfileika.

Daði virkaði alls ekki sáttur við skiptinguna, leikmenn hoppa svo sem ekkert alltaf hæð sína þegar þeir eru teknir út af, en þetta segir mér að Daði hafi ekki búist við þessari skiptingu. Daði býr yfir vinstri fæti sem alls ekki margir búa yfir í deildinni. Föst leikatriði og fyrirgjafir sem geta skapað mörk.

HK bætti við marki átta mínútum eftir skiptinguna, vann sinn annan sigur í sumar og minnkaði bilið í Fylki í tvö stig.

Daði var tæpur í læri samkvæmt Atla Sveini Þórarinssyni, þjálfara Fylkis, en undirritaður ræddi við hann eftir leik.

„Svo er bara spurning, var það rétt eða rangt," sagði Atli um ákvörðunina og kom inn á að stutt væri í næsta leik og skiptingin fyrirbyggjandi.

Mér fannst skiptingin senda röng skilaboð inn á völlinn og minnkaði ógnina sem Fylkir var með inn á vellinum. Eins og fyrr segir, bakvörður með mörg vopn fram á við af velli fyrir mun varnarsinnaðari leikmann rétt eftir að andstæðingurinn jafnar leikinn.

Jújú, Fylkir fékk eitt dauðafæri og Djair kom sér í annað mjög fínt færi næsta korterið eftir skiptinguna. Spilið vinstra megin var samt ekki jafnbeitt og ekki sömu gæði í föstu leikatriðunum. Liðið var svo aldrei líklegt til að jafna leikinn síðustu tíu mínútur leiksins.

Viðtalið við Atla Svein má sjá hér að neðan. Næsti leikur Fylkis er gegn KA á þriðjudag.
Atla fannst Fylkir eiga meira skilið: Ég er hlutdrægur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner