Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 10. júlí 2021 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Harley Willard að ganga í raðir Þórs?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttir bárust um að Harley Willard væri á förum frá Víking Ólafsvík og Þór hefði áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Orri Freyr Hjaltalín staðfesti í viðtali eftir 5-1 sigur Þórs á Þrótti í Lengjudeildinni í gær að það væru viðræður í gangi.

„Það ætti að skýrast á morgun. Við erum búnir að vera leita af styrkingu og höfum áhuga á nokkrum mönnum og hann er klárlega leikmaður sem við höfum áhuga á."

Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ó. sagði eftir 2-2 jafntefli gegn Grindavík í gær að það væri ekkert klárt með Willard.

„Það liggur ekkert fyrir með Harley," sagði Guðjón.

Með komu Willard til Þórs stefnir í að liðið verði að minnsta kosti með tvo nýja leikmenn á skýrslu næsta föstudag er liðið mætir Grindavík á útivelli en franski framherjinn Dominique Malonga gekk til liðs við félagið á dögunum og er að klára sóttkví í dag.
Orri Hjaltalín: Það gekk eiginlega allt upp
Gaui Þórðar: Gáfum eftir þegar við buðum upp í dans
Athugasemdir
banner
banner
banner