Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. júlí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane verður að bíða - Deschamps heldur starfinu
Didier Deschamps.
Didier Deschamps.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps verður áfram landsliðsþjálfari Frakklands þrátt fyrir vonbrigðin á Evrópumótinu.

Frakkland féll úr leik í 16-liða úrslitunum mjög óvænt. Þeir mættu Sviss og gerðu 3-3 jafntefli. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni og þar hafði Sviss betur.

Frakkland varð heimsmeistari undir stjórn Deschamps fyrir þremur árum og franska knattspyrnusambandið ætlar sér ekki að losa sig við hann.

„Við komumst að niðurstöðu eftir þrjár mínútur. Vilji hans er mjög sterkur og minn vilji er það líka. Það er var engin umræða," sagði Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins.

Deschamps er fyrrum landsliðsfyrirliði Frakka en hann hefur stýrt landsliðinu frá 2012.

Það hefur verið saga á kreiki um að Zinedine Zidane, fyrrum þjálfari Real Madrid, hafi áhuga á starfinu en hann verður að bíða eitthvað lengur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner