Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 10. ágúst 2018 18:01
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd og Leicester: Fred byrjar - Pogba fyrirliði
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Brasilíumaðurinn Fred sem keyptur var frá Shaktar Donetsk byrjar sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.
Brasilíumaðurinn Fred sem keyptur var frá Shaktar Donetsk byrjar sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Klukkan 19:00 hefst opnunarleikur ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið þegar Manchester United mætir Leicester.

Manchester United er spáð 4. sæti af Fótbolta.net en Leicester er spáð 9. sætinu.

Það vantar fjölmarga leikmenn í lið Manchester United. Antonio Valencia, Marcos Rojo, Diogo Dalot, Ander Herrera og Nemanja Matic eru allir meiddir og svo hafa margir ekki tekið marga æfingadaga eftir HM og sumarfrí.

Andreas Pereira fær tækifærið og er í byrjunarliði United, líkt og Fred sem kom í sumar. Paul Pogba er fyrirliði en Romelu Lukaku og Anthony Martial eru á bekknum.

Leicester er með Jamie Vardy á bekknum en Harry Maguire spilar. James Maddison spilar sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Leicester.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Darmian, Bailly, Lindelöf, Shaw, Fred, Pereira, Pogba, Mata, Sanchez, Rashford.

(Varamenn: Lukaku, Martial, Smalling, Grant, Young, Fellaini, McTominay)

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Pereira, Maguire, Morgan, Chilwell, Gray, Amartey, Silva, Ndidi, Maddison, Iheanacho

(Varamenn: Evans, Vardy, Albrighton, Ward, Iborra, Fuchs, Ghezzal)


Athugasemdir
banner
banner
banner