Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. ágúst 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Stjarnan getur komist á toppinn
Stjarnan getur náð toppsætinu í beinni útsendingu.
Stjarnan getur náð toppsætinu í beinni útsendingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA keppir í undanriðli fyrir útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Þór/KA keppir í undanriðli fyrir útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍA er í dauðafæri í Inkasso-deild kvenna. Toppliðin mætast nefnilega í dag.
ÍA er í dauðafæri í Inkasso-deild kvenna. Toppliðin mætast nefnilega í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum um helgina og verður sýnt beint frá þremur Pepsi-deildarleikjum.

Helgin hefst á undanriðli Þórs/KA fyrir útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Þór/KA lagði Linfield að velli með tveimur mörkum gegn engu í fyrstu umferð og mætir Wexford Youths í dag. Síðasti leikurinn er væntanlegur úrslitaleikur gegn Ajax á mánudaginn, en hollensku meistararnir unnu Wexford 4-1 í fyrstu umferð.

Meðan Þór/KA spilar við Wexford verður sýnt beint frá viðureign ÍBV og Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna.

Blikar eru á toppnum og geta komist í fjögurra stiga forystu með sigri í dag. Þór/KA er í öðru sæti.

Valur og Stjarnan fylgja á eftir í þriðja og fjórða sæti. Þau heimsækja fallbaráttulið HK/Víkings og Grindavíkur.

Þá eru spennandi leikir á dagskrá í Inkasso-deild kvenna þar sem toppliðin mætast og í 2. deild karla þar sem aðeins þrjú stig skilja topplið Vestra að frá Fjarðabyggð í sjötta sæti.

Á sunnudaginn fer Pepsi-deild karla af stað og verða tveir leikir sýndir beint. FH tekur á móti ÍBV í fyrsta leik dagsins áður en Fylkir fær Stjörnuna í heimsókn.

Stjarnan getur komist yfir Blika á markatölu á toppi deildarinnar með sigri og þurfa Fylkismenn stig í erfiðri fallbaráttu.

KR mætir þá fallbaráttuliði Fjölni á meðan botnlið Keflvíkinga tekur á móti KA.

Föstudagur:
Meistaradeild kvenna:
13:00 Ajax - Linfield
18:30 Wexford Youths - Þór/KA

Pepsi-deild kvenna
18:00 ÍBV-Breiðablik (Stöð 2 Sport 2 - Hásteinsvöllur)
19:15 HK/Víkingur-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)

Inkasso deild kvenna
18:00 Fjölnir-Sindri (Extra völlurinn)
19:15 ÍR-Afturelding/Fram (Hertz völlurinn)
19:15 Þróttur R.-ÍA (Eimskipsvöllurinn)
19:15 Keflavík-Fylkir (Nettóvöllurinn)

2. deild kvenna
19:15 Tindastóll-Álftanes (Sauðárkróksvöllur)

2. deild karla
18:30 Höttur-Huginn (Vilhjálmsvöllur)
19:15 Víðir-Tindastóll (Nesfisk-völlurinn)
19:15 Kári-Þróttur V. (Akraneshöllin)

3. deild karla
19:00 KH-KFG (Valsvöllur)
19:15 Augnablik-Ægir (Fagrilundur)

4. deild karla - B-riðill
19:00 Úlfarnir-Elliði (Framvöllur - Úlfarsárdal)

4. deild karla - C-riðill
19:00 Álftanes-Afríka (Bessastaðavöllur)
19:00 Kóngarnir-Álafoss (Þróttarvöllur)
19:00 Ísbjörninn-GG (Kórinn - Gervigras)

4. deild karla - D-riðill
19:00 Kormákur/Hvöt-Kórdrengir (Blönduósvöllur)
20:00 Kría-ÍH (Vivaldivöllurinn)

Laugardagur:
Inkasso deild kvenna
16:00 Haukar-Hamrarnir (Ásvellir)

2. deild kvenna
14:00 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Grótta (Norðfjarðarvöllur)

2. deild karla
14:00 Leiknir F.-Grótta (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Afturelding-Vestri (Varmárvöllur)
14:00 Völsungur-Fjarðabyggð (Húsavíkurvöllur)

4. deild karla - A-riðill
19:00 KFR-Snæfell/UDN (SS-völlurinn)

4. deild karla - B-riðill
13:00 Hörður Í.-Reynir S. (Olísvöllurinn)

4. deild karla - D-riðill
14:00 Vatnaliljur-Geisli A (Fagrilundur)

Sunnudagur:
Pepsi-deild karla
16:00 FH-ÍBV (Stöð 2 Sport 2 - Kaplakrikavöllur)
18:00 Fylkir-Stjarnan (Stöð 2 Sport 2 - Floridana völlurinn)
18:00 KR-Fjölnir (Alvogenvöllurinn)
18:00 Keflavík-KA (Nettóvöllurinn)

2. deild kvenna
14:00 Einherji-Grótta (Vopnafjarðarvöllur)

3. deild karla
14:00 Sindri-KF (Sindravellir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner