fös 10. ágúst 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Íslandsvinurinn Pyry Soiri í austurrísku úrvalsdeildina
Mynd: Einar Hermannsson
Finnski landsliðsmaðurinn Pyry Soiri hefur samið við Admira Wacker í úrvalsdeildinni í Austurríki.

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins kannast vel við Soiri en hann varð að þjóðhetju á Íslandi föstudagskvöldið 13. október í fyrra þegar hann skoraði jöfnunarmark Finna í útileik gegn Króatíu í undankeppni HM.

Markið átti stóran þátt í því að Ísland vann riðil sinn í undankeppni HM og tryggði sér farseðilinn til Rússlands.

Soiri fékk meðal annars íslenska landsliðsbúninginn að gjöf auk þess sem móðir hans kom í heimsókn til Íslands og hitti íslenska stuðningsmenn.

Sjálfur var Soiri síðast á mála hjá Shakhtyor Soligorsk í Hvíta-Rússlandi en hann spilar núna í Austurríki í vetur.



Athugasemdir
banner
banner