Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   lau 10. ágúst 2024 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emilía Kiær innsiglaði sigurinn - Sveindís reimaði á sig markaskóna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Emilia Kiær Ásgeirsdóttir skoraði innsiglaði sigur Nordsjælland þegar liðið tók á móti Kolding í fyrstu umferð dönsku deildarinnar í dag.


Nordsjælland var með 3-0 forystu í hálfleik en Emilía skoraði fjórða og síðasta mark liðsins strax í upphafi seinni hálfleiks. 4-0 lokatölur.

Wolfsburg lagði Twente 5-1 í æfingaleik í dag en Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliðinu og skoraði fyrsta mark liðsins. Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern sem valtaði yfir Slavia Prag 7-0. 

Bæði lið eiga eftir að spila einn æfingaleik en liðin mætast svo í þýska Ofurbikarnum þann 25. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner