Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 10. september 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Alexander-Arnold segir Ramos vera besta miðvörð í heimi
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold segir að hann beri mikla virðingu fyrir Sergio Ramos. Alexander-Arnold segir Ramos vera besta miðvörð í heimi og hann hafi sýnt það í gegnum tíðina að hann sé sigurvegari.

Ramos er ekki beint vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool en Mo Salah meiddist illa í úrslitalik Meistaradeildarinnar eftir brot frá Sergio Ramos.

„Hann hefur sýnt það á síðustu tíu árum að hann er sigurvegari. Að vinna Meistaradeildina þrisvar sinnum í röð er afrek,” segir Alexander-Arnold í viðtali við Guardian.

„Hann hefur sennilega verið besti miðvörður í heiminum í smá tíma núna. Jafnvel þó að hann hafi verið óvinur okkar í maí þá er ekki annað hægt en að virða hann sem leikmann.”

Ekki er víst að stuðningsmenn Liverpool taki undir með hægri bakverðinum en það var baulað mikið á Ramos þegar Spánverjar og Englendingar mættust í Þjóðadeildinni um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner