Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. september 2018 19:30
Ingólfur Stefánsson
Enginn leikmaður Juventus í byrjunarliði Ítalíu í fyrsta sinn í 20 ár
Buffon og Chiellini eru á meðal þeirra sem hafa verið fulltrúar Juventus í ítalska liðinu undanfarin ár
Buffon og Chiellini eru á meðal þeirra sem hafa verið fulltrúar Juventus í ítalska liðinu undanfarin ár
Mynd: Getty Images
Nú er í gangi leikur Ítalíu og Portúgal í Þjóðadeildinni. Markalaust er í hálfleik. Athygli vekur að enginn leikmaður Juventus er í byrjunarliði Ítalíu í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti í 20 ár sem það gerist.

Juventus hefur unnið ítölsku deildina sjö ár í röð og hefur í gegnum tíðina átt marga lykilmenn í ítalska landsliðinu.

Tveir leikmenn liðsins byrjuðu á varamannabekknum í kvöld, þeir Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini en þeir hafa vanalega verið lykilmenn í vörn ítalska landsliðsins.

Síðast þegar enginn leikmaður Juventus var í byrjunarlið Ítalíu mætti liðið Kamerún á HM árið 1998.
Athugasemdir
banner
banner