Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 10. september 2018 22:30
Ingólfur Stefánsson
Harry Maguire: Þetta var auðveld ákvörðun
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, varnarmaður Leicester segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að framlengja samning sinn við félagið.

Hann lítur á samninginn sem verðlaun fyrir góða frammistöðu á síðasta tímabili og fyrir vel heppnað Heimsmeistaramót með Englandi.

Þessi 25 ára varnarmaður gekk til liðs við Leicester frá Hull síðasta sumar fyrir 17 milljónir punda. Hann var meðal annars orðaður við Manchester United nú í sumar eftir að hafa heillað á sínu fyrsta tímabili þar.

„Þetta var auðveld ákvörðun. Eftir HM talaði ég við eigendurna og þeir útskýrðu fyrir mér hvað þeir vildu gera. Þeir vildu verðlauna mig fyrir frábært tímabil og vel heppnað Heimsmeistaramót,” sagði Maguire á fréttamannafundi fyrir vináttulandsleik Englendinga gegn Sviss sem fer fram annað kvöld.

Hann segir að það hafi ekki verið möguleiki á því að hann færði sig yfir á Old Trafford í sumar.

„Nei, ég held ekki. Það var einhver áhugi frá einhverjum liðum en það var alltaf fyrsta hugsun mín að mig langaði að vera áfram hér og spila fyrir Leicester.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner