Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 10. september 2018 20:14
Mist Rúnarsdóttir
Innkasso-kvenna: Flugeldasýning þegar Keflavík tryggði sér sæti í Pepsi
Keflavíkurkonur leika í Pepsi-deildinni að ári!
Keflavíkurkonur leika í Pepsi-deildinni að ári!
Mynd: Víkurfréttir
Mynd: Víkurfréttir
Keflavík tryggði sér Pepsi-deildar sæti með stórsigri á Hömrunum í Inkasso-deild kvenna fyrr í kvöld. Keflvíkingar sem hafa stefnt statt og stöðugt að sæti í deild þeirra bestu kláruðu dæmið með stórsigri. Lögðu Hamrana 5-0 á heimavelli.

Keflavík 5-0 Hamrarnir
1-0 Mairead Clare Fulton ('8)
2-0 Mairead Clare Fulton ('40)
3-0 Sophie Groff ('65)
4-0 Arna Sól Sævarsdóttir ('72, sjálfsmark)
5-0 Natasha Moraa Anasi ('74)

Það var ljóst frá fyrstu mínútu í hvað stefndi og aðeins 8 mínútur komnar á klukkuna þegar Mairead Clare Fulton skoraði fyrsta mark leiksins. Hún var aftur á ferðinni rúmum hálftíma síðar og heimakonur fóru með 2-0 forystu inn í hálfleik.

Yfirburðir Keflavíkur héldu áfram í síðari hálfleik og Sophie Groff bætti þriðja markinu við eftir rúmlega klukkutíma leik. Stuttu síðar varð Arna Sól Sævarsdóttir, leikmaður Hamranna, fyrir því óláni að setja boltann í eigið netið.

Keflavíkurkonur voru ekki hættar og það var við hæfi að markahæsti leikmaður þeirra, Natasha Moraa Anasi, skoraði fimmta og síðasta mark þeirra í sannfærandi 5-0 sigri.

Flugeldasýningin hélt áfram þegar flautað var af en flugeldum var skotið upp á Nettó-vellinum eftir leik og heimakonur fögnuðu innilega enda þýða úrslitin að Keflavík hefur endanlega tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni að ári.

Hamrarnir eru hinsvegar í vondri stöðu í næstneðsta sæti og þurfa að treysta á að Afturelding/Fram tapi tveimur síðustu leikjum sínum til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli með sigri í lokaumferðinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner