Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. september 2018 20:30
Ingólfur Stefánsson
Ísland ekki tapað keppnisleik á heimavelli í rúm fimm ár
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mætir gífurlega sterku landsliði Belgíu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli á morgun. Liðið hefur ekki tapað keppnisleik á heimavelli í rúm fimm ár. Þetta kemur fram á vef Mbl.is.

Síðasta landslið til að vinna Ísland í keppnisleik á Laugardalsvelli var Slóvenía. Slóvenar sigruðu Íslendinga 4-2 í júní 2013.

Liðið hefur spilað tólf keppnisleiki síðan þá, sigrað tíu þeirra og gert tvö jafntefli.

Ísland hefur sigrað landslið á borð við Holland, Króatíu, Tékkland og Tyrkland á heimavelli síðan liðið tapaði síðast í keppnisleik á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner