mán 10. september 2018 18:53
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvelli
Martínez vildi ekki mæta Íslandi eftir stórtap: Eins og sært dýr
Icelandair
Martinez náði í bronsið á HM með liði Belgíu. Hér er hann á fréttamannafundi í höfuðsstöðvum KSÍ í dag.
Martinez náði í bronsið á HM með liði Belgíu. Hér er hann á fréttamannafundi í höfuðsstöðvum KSÍ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, segist hafa frekar kosið að mæta Íslandi eftir annan leik heldur en eftir 6-0 skellinn í Sviss á laugardaginn.

„Líklega hefði það verið betra," sagði Martinez aðspurður á fréttamannafundi á Laugardalsvelli í kvöld en Belgar mæta Íslendingum í Þjóðadeildinni annað kvöld. Ísland kemur til leiks eftir 6-0 tap í Sviss á meðan Skotar unnu Belga 4-0 í vináttuleik á föstudaginn.

„Þegar lið vinnur þá verður það rólegra og hlakkar til næsta leiks. Við þurfum að passa okkur að vera ekki of rólegir á morgun. Það er ekki hægt að taka þá hluti í burtu sem Íslendingar eru góðir í og við þurfum að passa okkur"

„Við vitum að íslenska liðið mun bregðast við og það er samkeppnishæft. Við höfum séð eins lið eins og Úkraína, Tyrkland og Króatía hafa ekki náð að vinna hér í mótsleikjum. Króatar urðu í öðru sæti á HM en töpuðu hér. Íslenska liðið var betri aðilinn í þeim leik."


Martinez segir að íslenska liðið hafi lent í erfiðum aðstæðum í leiknum í Sviss.

„Það er lítið sem þú getur gert í fyrstu þremur mörkunum og allt í einu ertu 3-0 undir og þá er þetta allt annar leikur. Í fyrsta markinu var lítið sem hægt var að gera við skoti Zuber í bláhornið. Síðan voru þetta tvær aukaspyrnur. Annað markið var sjálfsmark og í hinu markinu var óheppilegt frákast."

„Við vitum að við fáum viðbrögð frá íslenska liðinu. Ísland er þroskað sigurlið sem hefur gengið vel og þeir verða klárir á morgun. Íslenska liðið er með allt öðruvísi sjálfstraust á heimavelli."

„Þetta er eitt besta varnarlið í evrópskum fótbolta og eru með hættulegar skyndisóknir. Þeir senda boltann mikið af mönnum inn í vítateig og eru hættulegir í föstum leikatriðum. Þessi úrslit gera Ísland að særðu dýri sem vill bregðast við og það er alltaf hættulegt fyrir okkur,"
sagði Martinez.
Athugasemdir
banner
banner
banner