Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. september 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Southgate mun halda áfram að gefa ungum leikmönnum tækifæri
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki hafa áhyggjur af því að hann gæti orðið fyrsti þjálfari í sögu landsliðsins til þess að tapa fjórum leikjum í röð.


Englendingar komust í undanúrslit á HM í sumar en hafa í kjölfarið tapað þremur leikjum í röð gegn Króatíu, Belgíu og Spáni.

Southgate telur þó að það sé mikilvægara að hugsa um þróun liðsins en persónuleg met. Hann ætlar sér að gefa nýjum leikmönnum tækifæri í vináttulandsleik gegn Sviss annað kvöld.

„Í undirbúningnum fyrir HM spiluðum við við Brasilíu, Þýskaland, Frakkland og Spán. Ef ég væri bara að hugsa um sigurhlutfall mitt hefði ég líklega ekki tekið þá ákvörðun.”

„Við tökum ákvarðanir út frá því hvað er best fyrir liðið og ég mun gefa ungum leikmönnum tækifæri.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner