Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 10. september 2018 21:30
Ingólfur Stefánsson
Telur liðið geta gert betur þrátt fyrir 12-0 sigur
Mynd: Getty Images
Casey Stoney, þjálfari kvennaliðs Manchester United, segir að leikmenn sínir megi ekki fara fram úr sér eftir 12-0 sigur á Aston Villa í fyrsta deildarleik liðsins.

Þetta var fyrsti deildarleikur kvennaliðs Manchester United síðan árið 2005 og liðið byrjaði heldur betur af krafti. Stoney segir þó að liðið geti enn bætt sig.

„Ég var ekki sátt við það hvernig við byrjuðum leikinn og ekki heldur hvernig við enduðum hann. Ég held að þær hafi ekki verið það heldur.”

„Þetta er bara einn leikur af mörgum og við verðum að halda áfram og vera miskunnarlausar í öllum aðgerðum. Nú hugsum við um leikinn gegn Sheffield United í næstu viku.”

Stoney spilaði 130 landsleiki fyrir England á sínum tíma en hún tók við United liðinu í sumar. Hún starfaði áður sem aðstoðarþjálfari Phil Nevill hjá enska kvennalandsliðinu.

Hún er einungis 36 ára gömul en hún hefur áður þjálfað Chelsea á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner