Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 10. september 2018 20:58
Ingólfur Stefánsson
Þjóðadeildin: Portúgal vann Ítalíu - Mögnuð endurkoma Tyrkja
Andre Silva tryggði Portúgal sigur á Ítalíu
Andre Silva tryggði Portúgal sigur á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Mitrovic er sjóðheitur
Mitrovic er sjóðheitur
Mynd: Getty Images
Ítalía og Portúgal mættust í Þjóðadeildinni í kvöld. Portúgalar voru án Cristiano Ronaldo í leiknum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom André Silva Portúgal yfir þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Fleiri mörk voru ekki skoruð.

Svíar og Tyrkir mættust í B-deild Þjóðadeildarinnar í hörkuleik. Svíþjóð komst í 2-0 í leiknum en Tyrkir áttu ótrúlega endurkomu og sigruðu að lokum 3-2.

Varamaðurinn Emre Akbaba skoraði tvö mörk í lokin og tryggði Tyrkjum sigurinn.

Steven Naismith skoraði bæði mörk Skota í 2-0 sigri á Albaníu. Serbía og Rúmenía gerðu 2-2 jafntefli. Aleksander Mitrovis skoraði tvö mörk fyrir Serba.

Úrslit kvöldsins:
Portúgal 1 - 0 Ítalía
1-0 Andre Silva ('48 )


Svíþjóð 2 - 3 Tyrkland
1-0 Isaac Thelin ('34 )
2-0 Viktor Claesson ('49 )
2-1 Hakan Calhanoglu ('51 )
2-2 Emre Akbaba ('88 )
2-3 Emre Akbaba ('90 )


Skotland 2 - 0 Albanía
1-0 Steven Naismith ('47 )
2-0 Steven Naismith ('68 )


Serbía 2 - 2 Rúmenía
1-0 Aleksandar Mitrovic ('26 )
1-1 Nicolae Stanciu ('48 , víti)
2-1 Aleksandar Mitrovic ('63 )
2-2 George Tucudean ('68 )


Svarfjallaland 2 - 0 Litháen
1-0 Stefan Savic ('34 , víti)
2-0 Marko Jankovic ('35 )


Andorra 1 - 1 Kazakhstan
0-1 Yuri Logvinenko ('68 )
1-1 Jordi Alaez ('86 )


Rautt spjald:Serikzhan Muzhikov, Kazakhstan ('76)
Kosovo 2 - 0 Færeyjar
1-0 Arber Zeneli ('50 )
2-0 Adthe Nuhiu ('55 )


Malta 1 - 1 Azerbaijan
1-0 Andrei Agius ('10 , víti)
1-1 Tamkin Khalilzade ('26 )



Athugasemdir
banner
banner
banner