Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. september 2018 23:00
Ingólfur Stefánsson
Vonar að Torreira hafi sömu áhrif og Kanté
Mynd: Getty Images
Gilberto Silva, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að Lucas Torreira geti haft sömu áhrif fyrir Arsenal og N'golo Kanté hafði á Chelsea.

Hann telur að Úrúgvæinn hafi sýnt það á HM að hann geti spilað stórt hlutverk hjá Arsenal.

Margir stuðningsmenn Arsenal eru á því að liðið hafi ekki enn fundið mann til að leysa af Gilberto síðan hann yfirgaf félagið árið 2008.

Torreira kom frá Sampdoria í sumar eftir góða frammistöðu á HM fyrir Úrúgvæ. Gilberto Silva vonar að Arsenal hafi loksins fundið réttan mann til þess að vernda öftustu línuna.

„Hann spilar einfaldan fótbolta og gerir hlutina auðvelda fyrir sjálfan sig. Hann veitir varnarmönnunum vernd og hjálpar einnig sóknarmönnunum.”

„Áður en hann kom þá vantaði leikmann sem situr fyrir framan öftustu fjóra. Það er erfitt verkefni og það eru ekki allir sem geta tekið það að sér.”


Gilberto bendir á að Kanté hafi sinnt þessu hlutverki hjá Chelsea mjög vel og að þeir séu ekki ósvipaðir leikmenn.

„Enska úrvalsdeildin er ekki auðveld. Þú þarft að leggja hart að þér til þess að vera talinn topp leikmaður þar en hann hefur klárlega hæfileikana.”
Athugasemdir
banner
banner
banner