Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. september 2019 18:48
Brynjar Ingi Erluson
U21: Írland með fullt hús stiga eftir sigur á Svíum
Troy Parrott skoraði fyrir Írland
Troy Parrott skoraði fyrir Írland
Mynd: Getty Images
Moise Kean skoraði fyrir U21 árs landslið Ítalíu
Moise Kean skoraði fyrir U21 árs landslið Ítalíu
Mynd: Getty Images
U21 Svíþjóð 1 - 3 U21 Írland
1-0 Mattias Svanberg ('19 )
1-1 Jonathan Afolabi ('69 )
1-2 Conor Masterson ('87 )
1-3 Troy Parrott ('90 )

U21 árs landslið Írlands vann 3-1 sigur á Svíum í riðli 1 í undankeppni Evrópumótsins í dag en liðið gekk eftir Svía á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Mattias Svanberg, leikmaður Bologna, kom Svíum yfir á 19. mínútu en undir lok leiksins gáfu Írar í.

Jonathan Afolabi jafnaði metin á 69. mínútu og þá gerði Conor Masterson, fyrrum leikmaður Liverpool, annað markið á 87. mínútu áður en Tottenham-maðurinn, Troy Parrott, gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Írland með fullt hús stiga í riðli 1 en Íslenska liðið leikur í sama riðli og hefur unnið báða leiki sína til þessa. Írland hefur unnið fyrstu þrjá leikina.

Ítalía leikur einnig í sama riðli en liðið vann Lúxemborg 5-0. Manuel Locatelli, Moise Kean, Riccardo Sottil, Marco Tumminello og Gianluca Scamacca gerðu mörkin. Þetta var fyrsti leikur Ítalíu í riðlinum.

Kean, sem leikur með Everton, átti upphaflega að spila með A-landsliði Ítalíu en hann og Nicolo Zaniolo, leikmaður Roma, brutu reglur landsliðsins en þeir mættu of seint á liðsfund og höfðu ítrekað brotið aðrar reglur sem gilda í hópnum og voru því sendir í U21 árs liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner