Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. september 2021 23:47
Victor Pálsson
Allir Brassarnir mega spila í úrvalsdeildinni um helgina
Mynd: Getty Images
Allir leikmenn frá Brasilíu, Mexíkó, Paragvæ og Síle mega spila með sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

FIFA hefur ákveðið að leyfa þessum leikmönnum að taka þátt en fyrir helgi var óvíst hvort það yrði raunin.

Átta Brasilíumönnum var upphaflega bannað að taka þátt og hafði það áhrif á lið á borð við Manchester City, Chelsea, Liverpool og Manchester United.

Nú hefur þessu hins vegar verið breytt og verða mikilvægir leikmenn klárir í slaginn þessa helgina.

Ederson, markvörður Manchester City, má spila með meisturunum og þarf Scott Carson ekki að taka á stóra sínum í markinu.

Það sama má segja um markmanninn Alisson hjá Liverpool sem og landa hans Roberto Firmino og Fabinho.

Samkvæmt reglum FIFA er hægt að setja leikmenn í fimm daga bann eftir landsleikjagluggann ef þeim var ekki hleypt í landsliðsverkefni.

Brasilía ákvað að nýta sér þessa reglu eftir að ákveðin félög bönnuðu leikmönnum að spila í löndum sem eru á rauðum lista á Englandi.

FIFA hefur nú gripið inn í og ákveðið að þeim verði leyft að spila með sínum félögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner