Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 10. september 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höfnunartilfinning og ástarsorg þegar fótboltinn snéri baki við Höskuldi
Fyrirliði Breiðabliks.
Fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var á dögunum viðtali þar sem hann ræddi um ástarsamband sitt við fótboltann. Í viðtalinu kemur hann inn á ástarsorgina þegar fótboltinn snéri baki við honum eins og hann orðar það sjálfur. Það er ‎Tómas Heiðar Tómasson sem ræddi við Höskuld.

Árið 2015 hafði belgíska félagið Lokeren áhuga á Höskuldi og var mætt til þess að horfa á Höskuld í toppbaráttuslag gegn FH en Höskuldur var með hettusótt akkúrat á þeim tímapunkti.

Í kjölfarið, eftir tímabilið 2015, hafði sænska félagið Hammarby mikinn áhuga á að fá Höskuld til Svíþjóðar en Breiðablik vildi fá meira fyrir Höskuld en Hammarby var tilbúið að borga.

Fjallað var um áhuga Hammarby á Höskuldi á sínum tíma:
Stopp í viðræðum Hammarby og Breiðabliks um Höskuld
Hammarby í viðræðum um kaup á Höskuldi - Tvö tilboð borist
Höskuldur: Tel mig hafa lært mikið af þessu andlega

„Eftir tímabilið 2015 hugsa ég að ég sé að fara út, draumurinn er að verða að veruleika. Það átti alveg að gerast, Hammarby var með mig efstan á blaði."

„Þeir gerðu tvö góð tilboð í mig nema þá er komin einhver stefna hér á landi og eitthvað plot í gangi hjá stjórnendum knattspyrnufélaga á Íslandi að ungir leikmenn væru að fara á eitthvað klink frá Íslandi og þeir ætluðu svolítið að fara stýra markaðsverðinu á leikmönnum. Ég var einhvern veginn tilraunadýr í því og það var settur einhver fáránlegur verðmiði á mig. Þeir hjá Hammarby sögðust ekki ætla að borga, ég man ekki alveg en hvort það hafi verið 40 milljónir. Við erum ekkert að fara borga eitthvað svakalegt yfirverð fyrir leikmann inn á þessum markaði."

„Þá fara þeir frekar í ungan leikmann sem hafði sannað sig í Skandinavíu, ég átti að kosta það sama og þeir leikmenn. Þú kaupir á Íslandi því það er svolítið 'wild horse' sem getur sprungið út og verið geggjuð fjárfesting en þú borgar bara 10-20 milljónir fyrir hann."


Höskuldur segir að þegar hann áttaði sig á því að hann væri ekki að fara út hafi það farið svolítið í hausinn á sér.

„Hugarfarið á æfingum var bara skítlélegt, ég var bara í stjörnustælum og í fýlu. Það var alveg sárt á milli mín og Breiðabliks og þeir báðu mig afsökunar seinna. Ég var allt í einu orðinn einhver gullkálfur og þá átti að fá gott verð fyrir mig."

„Ég var ekkert smá fúll og pirraður og hafði alveg rétt á því og í sömu aðstæðum í dag, þá hefði ég barið enn fastar í borðið og sennilega bara farið í verkfall."

„Það sem ég klikkaði kannski á þá var að ég lét þetta breyta gildunum mínum gagnvart fótboltanum. Ég fór í fýlu út í fótboltann og þetta var orðið pólítískt. Það sem gerist svo í kjölfarið á því var að stresskvíði byrjaði að læðast upp. 'Ég er ekki búinn að leggja inn neina vinnu í allan vetur' og 'nú mun ég vera berskjaldaður og þau munu sjá að ég er ekki svona góður'."

„Ég kunni ekkert að tækla það, síðan byrjaði tímabilið illa og mér var hent á bekkinn. Þá var egóið brjálað, 'hvernig dyrfistu að spila mér ekki? Þið eruð búin að neita mér að fara út og svo ætliði að bekkja mig'. Inn í mér hugsaði ég hvort ég væri orðinn svona lélegur. Þetta var orðin togstreita í sálarlífnu."


Höskuldur lýsir því svo hversu slæmt ástandið hafi verið. „Þetta var ástin mín, fótboltinn. Ég var með þetta á heilanum og gaf mig allan í þetta. Þegar ástin snéri síðan baki við manni þá var þetta höfnunartilfinning og ástarsorg. Ég fór eiginlega að hata fótbolta og ætlaði 'legit' að hætta. Þetta var orðið svo kvíðavaldandi. Þetta var íkveikjan á góðu þroskaferli sem fólst í stórum heimspekilegum spurningum," sagði Höskuldur.

Höskuldur ræðir þetta nánar í viðtalinu sem má sjá hér að neðan.

Hann er 26 ára gamall og á að baki mörg tímabil með meistaraflokki Breiðabliks. Árið 2017 fór Höskuldur til Halmstad og lék með sænska félaginu árið 2018. Hann á þá að baki einn A-landsleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner