Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. september 2021 21:02
Victor Pálsson
Pepsi Max-deild kvenna: Valskonur magnaðar í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 5 - 0 Selfoss
1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('11 )
2-0 Cyera Makenzie Hintzen ('24 )
3-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('28 )
4-0 Fanndís Friðriksdóttir ('38 )
5-0 Cyera Makenzie Hintzen ('45 )

Lestu um leikinn

Íslandsmeistarar Vals enduðu tímabilið vel í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld er liðið spilaði við Selfoss á Hlíðarenda.

Valskonur buðu upp á sýningu í fyrri hálfleik og skoruðu þar fimm mörk gegn engu frá gestunum. Það reyndust einu mörk leiksins.

Valur var búið að tryggja sér titilinn fyrir þennan leik og endar tímabilið með 45 stig úr 18 leikjum.

Selfoss situr þægilega í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig en á í hættu á að enda í því fimmta ef Stjarnan vinnur Tindastól á sunnudag.

Cyera Makenzie Hintzne skoraði tvö mörk fyrir Val í kvöld og gerðu þær Ásdís Karen Halldórsdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir eitt hvor.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner