Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. september 2021 21:31
Victor Pálsson
Stuðningsmenn Celtic ósáttir eftir ummæli fyrrum leikmanns
Mynd: Getty Images
Skoskir stuðningsmenn Celtic brugðust ansi illa við ummælum norska landsliðsmannsins Kristoffer Ajer í vikunni.

Ajer ræddi við VG í heimalandinu og sagði þar að það væru of margir leikir í Skotlandi þar sem áskorunin var einfaldlega ekki nægilega mikil.

Ajer færði sig um set í sumarglugganum en hann kostaði Brentford 13,5 milljónir punda.

Norðmaðurinn er 23 ára gamall en hann lék með Celtic í fimm ár eða frá 2016 til 2021 við góðan orðstír og var vinsæll í Skotlandi.

„Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir skosku deildinni, það eru frábær lið þar en of mikið af leikjum þar sem áskorunin er ekki nógu mikil," sagði Ajer.

„Ég held að það sé ekki hægt að kvarta yfir ensku úrvalsdeildinni."

Margir létu heyra í sér á samskiptamiðlum eftir þessi ummæli Ajer og segja hann sýna hroka og vanvirðingu.






Athugasemdir
banner
banner
banner