Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. september 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl | Stöð 2 Sport 
Þunnskipaður hópur Breiðabliks - Möguleiki á undanþágum?
Breiðablik tryggði sér í gær sæti í Meistaradeildinni
Breiðablik tryggði sér í gær sæti í Meistaradeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Kári
Vilhjálmur Kári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær tryggði kvennalið Breiðabliks sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildinni. Liðið á þá fyrir vændum leiki í október, nóvember og desember.

Það vakti athygli í að einungis þrír leikmenn voru á varamannabekk Breiðabliks. Leikmenn eru farnir erlendis í nám, einn leikmaður hefur ekki náð aldri og þá var einn leikmaður fjarri góðu gamni vegna veikinda. Félagsskiptaglugginn er lokaður og því má velta fyrir sér hvort að möguleiki sé fyrir Breiðablik að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök.

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í gær og var spurður út í leikmannahópinn.

Viðtalið í heild:
Vilhjálmur: Bayern draumaandstæðingurinn

Samningslausir leikmenn og leikmenn á láni annars staðar
Mun Breiðablik reyna að sækja nýja leikmenn fyrir riðlakeppnina?

„Við munum leita allra leiða í því, það er dálítið flókið. Það er einn leikmaður með Covid-19 og svo er einn leikmaður sem má ekki spila sökum aldurs, en það er Margrét Brynja. Hún má spila í deildinni heima en ekki í Meistaradeildinni. Þess vegna var þetta orðið mjög þunnskipað."

„Við þurfum að skoða okkar möguleika, það er hægt að fá undanþágu með leikmenn sem eru samningslausir svo við þurfum að skoða það mjög vel. Það er erfitt að fara í svona leiki svona fáliðaðar ef eitthvað kemur upp á,"
sagði Villi við Fótbolta.net.

Í viðtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport í gær kom Villi inn á leikmennina sem eru farnar erlendis í nám.

„Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp."

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, ræddi við mbl.is í dag og var hann spurður út í hópinn.

„Við erum með leik­menn sem við eig­um í öðrum liðum, sem eru á láni, en miðað við ís­lensku fé­laga­skipta­regl­urn­ar erum við ekki að ná að fá þá til baka í okk­ar lið strax," sagði Eysteinn við mbl.is.

„Ég held að eng­inn hafi gert ráð fyr­ir því að lið næðu svona langt, hvorki karla- né kvenna­meg­in. Það þarf alla vega að skoða það hvort að hægt sé að fá und­anþágu á því svo við get­um kallað þá leik­menn heim, sem hef­ur eng­in áhrif á ís­lensku deild­irn­ar."

„Að hafa að minnsta kosti þær stelp­ur sem við eig­um í öðrum liðum, hafa þær til taks með okk­ur. Svo ef það opn­ast eitt­hvað annað mun­um við nátt­úr­lega skoða það. Það er al­veg ljóst að við erum að fara í mjög erfitt verk­efni," sagði Eysteinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner