Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. september 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Werner þarf að berjast fyrir sæti sínu
Timo Werner, sóknarmaður Chelsea.
Timo Werner, sóknarmaður Chelsea.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að þýski sóknarmaðurinn Timo Werner þurfi að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.

Framtíð Werner hefur verið talsvert í umræðunni, ekki síst eftir komu Romelu Lukaku. Tuchel segir að þeir tveir geti þó hæglega spilað saman.

„Ég er viss um að það koma leikir og stundir þar sem við spilum með þá báða. Við höfum þegar gert það, Timo og Romelu geta náð vel saman. Romelu er stór og líkamlega sterkur og Timo elskar að vinna í kringum þannig leikmenn," segir Tuchel.

„Mikilvægast er að hann finni taktinn, sjálfstraustið og leikgleðina. Hann þarf að vinna sig inn í liðið. Það er hlutverk leikmanna að berjast fyrir sæti sínu og þegar það tekst að halda því."

„Við erum mjög ánægðir með að hann skoraði (fyrir Þýskaland gegn Íslandi) í landsleikjaglugganum. Timo er leikmaður sem við getum treyst á, hann er með mikil gæði og mikinn metnað."

Chelsea mætir Aston Villa á morgun klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner