Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. september 2022 14:57
Aksentije Milisic
Ítalía: Mark í blálokin kom Napoli á toppinn
Mikael Egill kom af bekknum
Giacomo Raspadori.
Giacomo Raspadori.
Mynd: EPA

Napoli 1 - 0 Spezia
1-0 Giacomo Raspadori ('89 )

Fyrsti leikur dagsins í hinni skemmtilegu Serie A deildinni á Ítalíu var viðureign Napoli og Spezia.


Heimamenn völtuðu yfir Liverpool í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni en ekki var sama flugeldasýning í gangi í dag þegar Spezia kom í heimsókn.

Napoli átti nóg af færum og var í raun ótrúlegt að liðið hafi ekki skorað fyrr í leiknum en raun bar vitni.

Liðið átti meira en þrjátíu marktilraunir í leiknum en boltinn vildi ekki inn framan af. Gestirnir frá Spezia fóru meira að segja aðeins að sækja í restina og voru ekki mjög langt frá því að stela sigrinum.

Það var hins vegar Giacomo Raspadori sem tryggði Napoli sigurinn með skoti af stuttu færi eftir góða sókn á 89. mínútu leiksins. Eitthvað ósætti var á varamannabekk gestanna eftir þetta en einum manni var vísað burt með rautt spjald.

Leiknum lauk því með 1-0 sigri Napoli en eftir þessi úrslit er liðið á toppi deildarinnar með 14 stig en Atalanta og AC Milan eiga leik til góða.

Spezia er í fjórtánda sæti deildarinnar en Mikael Egill Ellertsson kom af bekknum og lék síðustu 20 mínútur leiksins.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner