Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 10. september 2022 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Loksins vann Sevilla - Lamela skoraði og fékk rautt
Erik Lamela var í sviðsljósinu í leik dagsins
Erik Lamela var í sviðsljósinu í leik dagsins
Mynd: EPA
Espanyol 2 - 3 Sevilla
0-1 Erik Lamela ('1 )
0-2 Jose Carmona ('26 )
1-2 Joselu ('45 , víti)
1-3 Jose Carmona ('45 )
2-3 Martin Braithwaite ('62 )
Rautt spjald: Erik Lamela, Sevilla ('84)

Sevilla vann fyrsta leik sinn í La Liga á þessari leiktíð er liðið lagði Espanyol að velli, 3-2, í dag.

Argentinski vængmaðurinn Erik Lamela skoraði eftir 40 sekúndur áður en Jose Carmona tvöfaldaði forystuna. Joselu kom Espanyol aftur inn í leikinn með að skora úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Carmona svaraði með þriðja marki Sevilla áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Danski sóknarmaðurinn Martin Braithwaite minnkaði muninn fyrir Espanyol þegar tæpur hálftími var eftir. Lamela, sem hafði fengið gula spjaldið í fyrri hálfleiknum, náði sér í annað spjald á 84. mínútu og var því vísað í sturtu.

Espanyol náði ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur 3-2 fyrir Sevilla. Þetta var fyrsti sigur Sevilla í deildinni en liðið er nú með 4 stig í 16. sæti en Espanyol er í sætinu fyrir ofan með jafnmörg stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner