Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. september 2022 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Amanda lagði upp mark í stórsigri - Fjórða tap Sirius í röð
Amanda Andradóttir var öflug gegn AIK
Amanda Andradóttir var öflug gegn AIK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gengur lítið hjá Íslendingunum í Sirius
Það gengur lítið hjá Íslendingunum í Sirius
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslenska landsliðskonan Amanda Andradóttir lagði upp mark í 6-2 sigri Kristianstad á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Amanda var í byrjunarliði Kristianstad sem gjörsamlega valtaði yfir AIK.

Liðið skoraði hvert markið á fætur öðru og var það Amanda sem lagði upp fjórða markið. Hún vann boltann á milli vítateigs og miðju, áður en hún lagði hann snyrtilega inn fyrir á Evelyne Viens sem skoraði af öryggi.

Amanda fór af velli á 66. mínútu leiksins. Emelía Óskarsdóttir var ekki í hópnum hjá Kristianstad í dag en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Kristianstad er í 2. sæti með 45 stig, þremur stigum a´eftir toppliði Rosengård.

Rosengård tapaði fyrir Hammarby, 2-0. Guðrún Arnardóttir var í liði Rosengård en var skipt af velli á 74. mínútu leiksins.

Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði þá í 4-0 sigri Örebro á Kalmar en hún lék allan leikinn í liði Örebro. Mark hennar kom á 47. mínútu leiksins. Örebro er í 9. sæti með 24 stig.

Aron Bjarna og Óli Valur spiluðu í tapi

Aron Bjarnason byrjaði er Sirius tapaði fyrir Värnamo, 3-2. Óli Valur Ómarsson kom inná sem varamaður í hálfleik en Aron fór af velli á 70. mínútu. Þetta er fjórða tap Sirius í röð í deildinni og situr liðið í 10. sæti með 25 stig.

Axel Óskar Andrésson og Valgeir Valgeirsson voru báðir í byrjunarliði Örebro sem tapaði fyrir Östersund, 2-0, í B-deildinni en Valgeir fór af velli á 57. mínútu á meðan Axel lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Örebro er í 10. sæti með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner