Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 10. september 2022 17:06
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur Arnar: Ég er eiginlega bara brjálaður yfir þessu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var hundfúll eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn Gróttu í dag.


Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  1 Grótta

„Við höldum boltanum allan leikinn og gerum nákvæmlega ekki neitt við hann bara til skammar þessi frammistaða. Við vissum hvað við vorum að fara spila við. Þeir eru stórhættulegir á breikinu. Þeir eru með 2 sneggstu sóknarmenn held ég bara deildarinnar ef ekki landsins og þetta snýst bara um þetta „transition" ef þú tapar boltanum þá eru þeir snöggir inn fyrir og við töluðum um það fyrir leikinn að við þyrftum að passa boltan og klára okkar sóknir. Það er eins og við höfum bara verið að reyna að gefa þeim skyndisóknir og við spilum þetta bara upp í hendurnar á þeim og ég er bara ofboðslega óánægður með þessa frammistöðu."

Úlfur tók við liðinu fyrir þetta tímabil og hefur liðið verið að þróast nokkuð vel undir hans stjórn.

„Við erum bara lið í þróun. Ég hef svo sem ekkert verið að gaspra um það í viðtölum, er lítið fyrir það að vera með einhverjar afsakanir en við erum seinir að búa til lið í vetur. Við vorum að vanda okkur vel hverja við vildum fá og við erum bara á ágætis stað vil ég meina í þróun liðs og þessi hópur mun njóta góðs af því að fá heilt undirbúningstímabil saman á næsta ári. Þetta er búið að vera svolítið upp og ofan hjá okkur það vantar svolítið stöðugleika og við erum að slípa ýmislegt til, til þess að verða betri. Það er kannski fyrst og fremst það sem hefur fellt okkur í sumar það er óstöðugleiki í frammistöðu."

Nú þegar aðeins einn leikur er eftir af tímabilinu og ekki mikið að spila fyrir þá er Úlfur aðeins byrjaður að hugsa út í næsta tímabil.

„Bæði og já. Ég er fyrir löngu síðan byrjaður að hugsa um næsta tímabil vegna þess að maður vinnur alltaf bæði í núinu og til framtíðar. Mér finnst bara eins og í dag, þetta er síðasti heimaleikurinn okkar, við komum ekki aftur á þennan völl fyrr en í maí og að segja bless við þennan völl í sumar er ótrúlega dapurt. Það er alltaf eitthvað að spila fyrir þó það sé öruggt hverjir fara upp og hverjir fara niður þá er alltaf eitthvað til að spila fyrir. Það er bara stoltið og fyrir mér bara að hafa gaman og vinna fótboltaleiki og þetta er bara drullufúlt að tapa þessum leik og ég er eiginlega bara brjálaður yfir þessu."

Lúkas Logi Heimisson leikmaður Fjölnis hefur mikið verið orðaður frá félaginu er einhverjar líkur að þeir geta haldið honum í vetur?

„Það verður bara að koma í ljós ég nenni ekkert að vera með einhverjar getgátur um það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner