þri 10. október 2017 15:48
Magnús Már Einarsson
Kveðja frá Lars Lagerback: Mun fylgjast með ykkur alla ævi
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur sent landsliðinu og íslensku þjóðinni kveðju. Um er að ræða kveðju sem birtist á heimasíðu KSÍ í dag. Hér er kveðjan í íslenskri þýðingu.

Kveðja frá Lars Lagerbäck
Góðan daginn Ísland og KSÍ.

Ég vaknaði í morgun 10/10 2017 með bros á andlitinu. Ísland á HM 2018!!

Ég vil byrja á því að óska Íslandi, öllum sem tengjast fótboltanum og öllum vinum og kollegum mínum á Íslandi til hamingju.

Ég hef auðvitað fylgst með undankeppni ykkar fyrir HM 2018 og virðing mín fyrir ykkur er ennþá að vaxa. Sérstaklega hugarfarinu hjá leikmönnum í hverjum leik. Eins og einhver sagði: "Með réttu hugarfari getur þú alltaf unnið."

Fyrst af öllu vil ég óska fyrrum kollegum mínum og vinum hjá KSÍ til hamingju. Ég veit hversu hart þið hafið lagt að ykkur til að ná þessum árangri líkt og á tímabili mínu á Íslandi.

Mest af öllu vil ég óska stórkostlegu landsliði til hamingju. Öllum leikmönnunum sem hafa komið við sögu. Fyrir utan fótbolta hæfileika ykkar þá hafið þið gert eitthvað extra. Ég er að hugsa um andlega styrkinn og liðsandann. Þið verðskuldið allir að fara til Rússlands. Þið eigið stóran hluta í hjarta mínu og ég mun fylgjast með ykkur svo lengi sem ég lifi.

Síðan er það liðið á bakvið liðið. Ef leikmennirnir eru góðir þá gerið þið öll eitthvað extra. Ég held að þið skiljið ekki hvað þið gerið fyrir leikmenn og frammistöðu þeirra. Án ykkar leiðtogahæfileika og hæfileika þá hefði Ísland aldrei komist á HM. Þar að auki eruð þið á meðal minna bestu vina.

Að lokum er það stjórinn. Ég er sérstaklega glaður fyrir þína hönd Heimir. Eftir fimm ár saman þá ert þú einn af mínum bestu vinum og kollegum. Þú ert háklassa fótboltaþjálfari en að mínu mati er ennþá mikilvægara að þú ert stórkostlegur persónuleiki. Það er hágæða vinna sem þú hefur lagt í að stýra þessu liði og starfsfólkinu til Rússlands. Það var áskorun að halda háum gæðum uppi eftir úrslitin árið 2016 en þú gerðir það. Vel gert gamli refur!

GANGI YKKUR VEL Í RÚSSLANDI 2018 og AFRAM ISLAND

Bestu kveðjur
Lars Lagerbäck
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner