Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 10. október 2018 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar: Hefði viljað finna kartöflugarð í Hvalfirði
Axel Óskar fagnar marki með U21.
Axel Óskar fagnar marki með U21.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég elska viðtöl, það er það skemmtilegasta sem ég geri," grínaðist Axel Óskar Andrésson þegar Fótbolti.net ræddi við hann á æfingu U21 landsliðsins í gær en hann hafði verið að sniglast í kringum fjölmiðlamenn til að minna á sig og fékk að lokum viðtal.

Liðið mætir Norður Írlandi í undankeppni EM næstkomandi fimmtudag á Fylkisvelli en þegar er ljóst að Ísland á ekki séns í riðlinum.

„Þeir eru fyrir ofan okkur og eru ennþá í séns. Það er því ekkert annað í stöðunni en að stríða þeim. Að mínu mati erum við með mikið betra lið en þeir og verðum að sýna það og sanna. Við erum með ungt lið og frábært að geta sýnt okkur og sannað og fengið reynslu fyrir næsta mót."

Jón Dagur Þorsteinsson og Albert Guðmundsson missa af leiknum því þeir verða með A-landsliðinu í Frakklandi sama kvöld.

„Þetta eru frábærir leikmenn sem stjórna öllu frammi hjá okkur. Þeir eru með þvílík gæði og þægilegt að finna þá í fætur. Þá er fyrir næstu leikmenn að stíga upp og sýna hvað þeir geta."

Liðið mætir Spánverjum á þriðjudaginn og þá má búast við erfiðum leik.

„Síðast þegar við kepptum á móti þeim voru þeir 83% með boltann en viðspiluðum frábæran leik og töpuðum bara 1-0. Við getum alveg strítt þeim, þetta er reyndar á gervigrasi. Ég hefði viljað finna kartöflugarð í Hvalfirði og gefa langan fram og vinna seinni. Þeir mæta í -1 eina gráða og ekki með bros á vör!"

Nánar er rætt við Axel í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner