Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. október 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ballardini rekinn í þriðja sinn - Juric tekur við í þriðja sinn
Mynd: Getty Images
Þjálfaramálin hjá Genoa hafa verið stórfurðuleg undanfarin ár en í gær rak félagið Davide Ballardini úr stjórasætinu í þriðja sinn á átta árum.

Ivan Juric tekur við liðinu í hans stað, en þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem Juric tekur við Genoa.

Í þetta sinn koma þjálfaraskiptin nokkuð á óvart enda hefur Genoa byrjað þokkalega vel í Serie A án þess að vera með leikmannahóp uppá marga fiska.

Pólski sóknarmaðurinn Krzysztof Piatek er þó helsta ástæðan fyrir þessari byrjun, en liðið er með 12 stig eftir 7 umferðir og er Piatek búinn að gera 9 af 12 mörkum liðsins.

Til gamans má geta að Ballardini tók við Genoa í nóvember í fyrra eftir að Juric var rekinn.
Athugasemdir
banner
banner