mið 10. október 2018 15:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
De Laurentiis segir Sarri bara hafa áhuga á pening
De Laurentiis er skrautlegur karakter og lætur mikið fyrir sér fara.
De Laurentiis er skrautlegur karakter og lætur mikið fyrir sér fara.
Mynd: Getty Images
Eigandi Napoli, Aurelio De Laurentiis er ekkert að fara fínt í hlutina og hefur sakað Maurizio Sarri um að hugsa bara um að græða pening eftir að þjálfarinn tók við Chelsea í sumar.

Sarri yfirgaf Napoli í sumar til þess að taka við Chelsea þar sem hann fékk þriggja ára samning. Carlo Ancelotti tók við Napoli í staðinn. Þjálfaraskiptin voru mikið í umræðunni í sumar þar sem Ancelotti var meðal annars tilkynntur áður en Sarri hætti formlega hjá félaginu þar sem Chelsea var í vandræðum með að komast að starfslokagreiðslum við Antonio Conte, fyrrum þjálfara enska liðsins.

Laurentiis hefur farið mikið í fjölmiðlum og gagnrýnt Sarri eftir brottför hans, meðal annars gagnrýnt hann fyrir að hafa mistekist að vinna titilinn með Napoli.

Sarri? Ég hélt að ég hefði hitt þjálfara sem myndi vera hjá Napoli í langan tíma. Á einhverjum tímapunkti varð það spurning tengt peningum. Allt í einu kom fram í fjölmiðlum að laga þyrfti samning hans. Við höfðum þegar farið úr 700 þúsund evrum upp í eina og hálfa milljón evra,” sagði De Laurentiis.

Ég heyrði hann líka segja einu sinni að með hans næsta samningi vildi hann verða ríkur. Ég trúði yfirlýsingum hans um að hann elskaði borgina en nú hugsa ég hvort að hann hafi notað mig sem banka.”

Chelsea eru þessa stundina í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með jafn mörg stig og Manhester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner