Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 10. október 2018 14:10
Elvar Geir Magnússon
Digne við Gylfa: Ekki skora svona mark gegn Frakklandi
Icelandair
Gylfi skoraði geggjað mark gegn Leicester.
Gylfi skoraði geggjað mark gegn Leicester.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði magnað mark fyrir Everton gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hann fær hrós frá liðsfélaga sínum, franska landsliðsmanninum Lucas Digne.

„Gylfi er svo góður og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur hjá Everton," segir Digne.

„Markið hans var ótrúlegt og mikilvægt fyrir liðið. Þegar hann átti skotið sagði ég 'Vá!'. Um leið og hann hitti boltann þá sá maður að þetta yrði mark."

„Eftir leikinn talaði ég við hann og sagði 'Ekki skora svona mark gegn Frakklandi!'"

Frakkland og Ísland mætast í vináttulandsleik í Guingamp annað kvöld en Gylfi mun bera fyrirliðabandið áfram í fjarveru Arons Einars.

Þetta er eitt af mínum bestu mörkum. Þetta var sigurmarkið sem gerði það enn sérstakara. Það eru eitt eða tvö önnur mörk sem eru í kringum þetta," sagði Gylfi þegar hann var spurður út í markið gegn Leicester á fréttamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner