Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. október 2018 10:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ederson: Alisson einu skrefi á undan mér
Ederson fær tækifæri með landsliðinu.
Ederson fær tækifæri með landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Baráttan um markvarðarstöðu Brasilíu er einstaklega hörð en Alisson, markvörður Liverpool er áfram fyrsti kostur á undan Ederson sem er aðalmarkvörður Manchester City.

Ederson (25) sjálfur segist samþykkja það að Alisson sé á undan honum í goggunarröðinni og segir hann einu skrefi á undan sér. Alisson (26) hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarið og leikið alls 32 landsleiki á meðan Ederson hefur aðeins spilað einn.

Ederson mun hinsvegar fá tækifærið á föstudaginn í vináttuleik gegn Sádí Arabíu áður en Alisson tekur sæti hans í liðinu gegn Argentínu.

Ég held að við séu svipaðir á marga vegu. Hann hefur átt mjög jákvæða byrjun á tímabilinu hjá Liverpool. Hér er hann einu skrefi á undan mér, hann spilaði á heimsmeistaramótinu. Brasilía er vel sett þegar kemur að markvörðum. Þeir sem koma inn munu standa sig vel, ” sagði Ederson.

Að vera fulltrúi landsliðsins er frábært, að spila er ennþá betra. Ég hef farið í hádegismat með Alisson eftir að hann kom til Liverpool. Við höfum átt í góðu sambandi. Hann er vinur minn.”

Tite, Landsliðsþjálfari Brasilíu vill gefa leikmönnum tækifæri á að sanna sig fyrir Copa America í Brasilíu á næsta ári en landsliðið leitast eftir sínum fyrsta sigri á mótinu síðan árið 2007.

Tite kallaði á mig til þess að tala við Alisson og markvarðarþjálfarann þar sem hann skýrði frá því að ég myndi spila fyrsta leikinn og Alisson þann seinni. Ég er mjög ánægður með að fá tækifærið til þess að spila leik með landsliðinu.” sagði Ederson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner