Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. október 2018 19:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Everton vill læra af vallarmistökum hjá öðrum liðum
Gylfi og félagar verða áfram á Goodison Park næstu árin.
Gylfi og félagar verða áfram á Goodison Park næstu árin.
Mynd: Getty Images
Everton mun leitast eftir því að læra af mistökum sem andstæðingar þeirra hafa gert þegar kemur að hugmyndum um nýjan leikvang.

Sasha Ryazantsev, fjármálastjóri félagsins hefur greint frá þessu í kjölfar hugmyndavinnu um nýjan völl á Merseyside. Everton gerði á síðasta ári 200 ára leigusamning á svæði sem kallast 'Bramley Moore Dock' og ætla sér að byggja leikvang á svæðinu sem tekur við af Goodison Park.

Á undanförnum tímabilum hafa sum toppliðin í enska boltanum lent í vandræðum með nýjan heimavöll sinn, má þar helst nefna lið eins og West Ham og Tottenham.

„Það hafa þó nokkur lið fært sig á nýjan leikvang og sum þeirra hafa gert mistök, ég vona að við getum lært af þeim mistökum. Stundum er gott að fylgja á eftir því að þá getur þú lært af mistökum annarra. Þetta er langtímaverkefni og mun taka nokkur ár áður en við færum okkur,” sagði Ryazantsev.

Þá viðurkenndi Ryazantsev einnig að félagið líti á nýjan leikvang sem tækifæri til þess að minnka muninn á milli þeirra og stærstu liðanna í enska boltanum. Þá má til gamans geta að meirihlutaeigandi félagsins, Farhad Moshiri jók í síðasta mánuði eignarhlut sinn úr 49.9 % í 68.6%.
Athugasemdir
banner
banner
banner