Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. október 2018 11:01
Elvar Geir Magnússon
Guingamp
Gylfi: Ég skal mæta í viðtal eftir næsta leik
Icelandair
Gylfi talaði ekki við fjölmiðla eftir tapið gegn Belgíu.
Gylfi talaði ekki við fjölmiðla eftir tapið gegn Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að bera fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar. Gylfi verður fyrirliði í vináttulandsleiknum gegn Frakklandi á morgun og í Þjóðadeildarleiknum gegn Sviss á mánudag.

Á fréttamannafundi í Guingamp í dag var Gylfi spurður út í það að hann mætti ekki í viðtöl eftir síðasta landsleik, 0-3 tapið gegn Belgíu.

Sjá einnig:
Freysi: Gamlir draugar eru ekki að ráðast á okkur

„Auðvitað tekur maður ekki alltaf réttar ákvarðanir, sérstaklega ekki eftir 6-0 og 3-0 töp á þremur dögum," sagði Gylfi.

„Miðað við hvernig manni leið andlega eftir leikinn þá hefði maður kannski mætt pirraður í viðtal og sagt ranga hluti. Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl en svona er þetta bara, maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir."

„Þetta hefur komið fyrir hjá öðrum landsliðum. Íslenskir fjölmiðlar fengu nóg af leikmönnum í viðtöl eftir leikinn og ég hefði sagt mjög svipaða hluti. En ég skal mæta í viðtal eftir næsta leik."
Athugasemdir
banner