Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. október 2018 11:58
Elvar Geir Magnússon
Guingamp
Gylfi: Þjóðadeildin skemmtilegri en æfingaleikir
Icelandair
Gylfi á æfingu í Guingamp í dag.
Gylfi á æfingu í Guingamp í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Hin nýja Þjóðadeild hefur verið talsvert í umræðunni en athygli vakti þegar Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði að keppnin væri tilgangslaus.

Gylfi var beðinn um að segja sitt mat á keppninni á fréttamannafundi í dag.

„Þetta er auðvitað skemmtilegra en æfingaleikir," sagði Gylfi.

„Það sem þessi keppni gæti gert fyrir okkur er að koma okkur í fyrsta styrkleikaflokk þegar dregið er í riðla í undankeppni EM. Það gæti orðið frábært fyrir okkur og myndi skipta miklu."

„Þetta er ekki alveg tilgangslaus keppni fyrir minni þjóðir en hún skiptir kannski stærstu þjóðirnar minna máli."

Ísland fór illa af stað í Þjóðadeildinni en liðið mætir Sviss á Laugardalsvelli á mánudag. Áður en að þeim leik kemur mun liðið leiak vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakka.
Athugasemdir
banner
banner