Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 10. október 2018 18:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Kluivert vill byrja fleiri leiki hjá Roma
Justin Kluivert fagnar fyrsta marki sínu með Roma.
Justin Kluivert fagnar fyrsta marki sínu með Roma.
Mynd: Getty Images
Justin Kluivert, sonur Patrick Kluivert og núverandi leikmaður Roma hefur byrjað feril sinn hjá félaginu með ágætum og er jákvæður á framtíð sína en eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark á Ítalíu viðurkennir leikmaðurinn að hann vilji spila meira.

Þessi hollenski kantmaður hefur byrjað tvo leiki og komið þrisvar inn af bekknum fyrir Roma í Seria A eftir að hafa gengið til liðs við félagið fyrir 16 milljónir punda frá Ajax síðastliðið sumar. Kluivert sem er 19 ára gamall skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 5-0 sigri liðsins á Viktoria Plzen í Meistaradeild Evrópu.

Ég myndi vilja spila fleiri leiki frá fyrstu mínútu og ég vona að það gerist oftar í framtíðinni. Núna get ég ekki kvartað. Mér finnst ég vera að vaxa mikið og líður vel hjá Roma. Ég er að reyna að brjótast í gegn, ég hef mikla trú á sjálfum mér og er tilbúinn að sýna hversu mikils virði ég er,” sagði Kluivert.

Kluivert var lengi vel orðaður við Manchester United í sumar en gekk á endanum til liðs við Roma frá Ajax. Faðir hans hafði mikið með félagsskiptin að gera en hann taldi son sinn vera í betri málum á Ítalíu en á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner