mið 10. október 2018 16:41
Hafliði Breiðfjörð
KSÍ býst við að ráða þjálfara í næstu viku
Jón Þór Hauksson verður að bíða fram í næstu viku eftir að verða kynntur sem landsliðsþjálfari Íslands.
Jón Þór Hauksson verður að bíða fram í næstu viku eftir að verða kynntur sem landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn á eftir að ganga frá ráðningu þjálfarateymis kvennalandsliðsins og eins og samtali við Fótbolta.net sagði Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri sambandsins að það verði líklega ekki gert fyrr en í næstu viku.

Hún vildi ekki staðfesta þær fréttir Fótbolta.net þess efnis að Jón Þór Hauksson taki við liðinu með Ásthildi Helgadóttur sér til hliðar en Freyr Alexandersson hætti með liðið í haust til að verða aðstoðarþjálfari Erik Hamren með karlaliðið.

- Taka Jón Þór Hauksson og Ásthildur við landsliðinu?

„Það er ekki útséð með hvernig þetta verður svo ég á ekki von á að við munum tilkynna um ráðningu landsliðsþjálfarateymis fyrr en í næstu viku," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

Klara er komin til Frakklands þar sem karlalandsliðið mætir heimsmeisturunum í æfingaleik í Guingamp annað kvöld. Liðið mætir Sviss svo í þjóðadeildinni á mánudaginn.

„Fyrst við misstum þetta þannig að við náðum ekki að klára þetta áður en við fórum út þá á ég ekki von á að við náum að klára þetta fyrr en eftir landsleikina."
Athugasemdir
banner
banner
banner