Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. október 2018 12:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Maddison ákveðinn að nýta tækifærið með landsliðinu
Maddison hefur byrjað ferilinn vel í ensku úrvalsdeildinni.
Maddison hefur byrjað ferilinn vel í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
James Maddison hefur verið kallaður í hóp hjá enska landsliðinu fyrir komandi leiki í Þjóðardeildinni gegn Króatíu og Spáni ásamt þeim Mason Mount og Jadon Sancho.

Maddison sjálfur er ákveðinn að sýna sig fyrir Gareth Southgate og vill ekki gefa honum ástæður til þess að senda hann aftur í u-21 liðið.

Maddison sem segist hafa svipaðan leikstíl og David Silva og Philippe Coutinho ætlar sér að nýta tækifærið. Hann fær tækifærið ásamt þeim Jadon Sancho og Mason Mount.

Við höfum fengið tækifæri til þess að sýna að við erum komnir til að vera. Ef það væri undir mér komið færi ég aldrei aftur í u-21 árs liðið því það er þar sem ungir strákar dreymir um að vera. Aidy Boohtroyd (þjálfari u-21 árs liðs Englands) sagði mér að gefa Gareth ástæður fyrir því að ég verði áfram og vilja alltaf hafa mig í hóp. Það er það sem við viljum allir afreka,” sagði Maddison.

Maddison gekk til liðs við Leicester frá Norwich City fyrir 25 milljónir punda í sumar og hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum. Frammistaða hans vakti athygli Southgate og nýliðinn er sjálfur viss um að hann muni láta til sín taka.

Númer 10 staðan er mín uppháhalds. Ég er leikmaður sem líkar vel við að spila inn á milli línanna og reyna að brjóta niður miðlínuna hvort sem það er þegar ég fæ sendingu eða þegar ég get farið og sýnt hvað ég snýst um,” sagði Maddison.
Athugasemdir
banner
banner
banner