Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 10. október 2018 12:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Morata segir að Hazard yrði ánægður með félagsskipti til Real Madrid
Morata þekkir það vel að spila fyrir Real Madrid.
Morata þekkir það vel að spila fyrir Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, framherji Chelsea segir að Eden Hazard muni ekki neyða félagið til að selja sig en yrði ánægður með félagsskipti til Real Madrid ef félögin kæmust að samkomulagi.

Hazard sagði í vikunni að það væri draumur að spila fyrir Madrid og að hann vildi sjá það gerast en gaf einnig skýrt fram að hann vilji ekki skaða samband sitt við Chelsea.

Vangaveltur um það hvort að Florentino Perez, forseti Madrid myndi vilja semja við leikmanninn urðu háværari eftir að 85% lesenda spænska blaðsins AS sögðust vilja fá leikmanninn í janúarglugganum.

Ef Hazard hefur talað svo hreinskilið er það vegna þess að svona er staðan. Það er ekki að hann vilji yfirgefa Chelsea en ef Madrid sækist eftir þjónustu hans þá mun ekkert standa í vegi fyrir honum. Þetta er ekki eins og í öðrum málum þar sem leikmenn neyða félög til þess að selja sig, hann er samningsbundinn félaginu,” sagði Morata.

Nýr knattspyrnuþjálfari Real Madrid, Julen Lopetegui hefur byrjað illa hjá stórliðinu og hefur tapað fjórum af fyrstu 11 leikjum sínum við stjórnvölinn. Madrid hefur spilað í næstum sjö tíma án þess að skora og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

En Morata segist hinsvegar viss um að liðið muni komast í gegnum þessa erfiðleika.

Það er ekki til tímabil þar sem Madrid gengur ekki í gegnum erfið augnablik. Þegar Benzema byrjar að skora mörk, Mariano Diaz, Bale og Asensio munu allir skora mörg. Stundum vill boltinn ekki fara inn. En allir sem vilja núna sjá Madrid tapa munu sjá eftir því í lok tímabils,” sagði Morata.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner