mið 10. október 2018 18:39
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: CSKA slegið úr bikarnum
Viktor Goncharenko, þjálfari CSKA.
Viktor Goncharenko, þjálfari CSKA.
Mynd: Getty Images
Tyumen 1 - 1 CSKA Moskva (3-0 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Timur Pukhov ('108)
1-1 Aleksandr Stolyarenko ('121)

Hvorki Hörður Björgvin Magnússon né Arnór Smárason komu við sögu er CSKA frá Moskvu var slegið úr leik í rússneska bikarnum fyrr í dag.

CSKA heimsótti Tyumen sem er í neðri hluta B-deildarinnar í Rússlandi.

Leikurinn var fjörugur og fengu bæði lið góð marktækifæri en inn vildi boltinn ekki, svo grípa þurfti til framlengingar.

Gestirnir frá Moskvu komust yfir í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar og þegar sigurinn virtist vera svo gott sem öruggur jafnaði Aleksandr Stolyarenko fyrir heimamenn.

Þá fór leikurinn í vítaspyrnukeppni og skoruðu heimamenn úr sínum fyrstu þremur spyrnum. Gestirnir klúðruðu sínum þremur og töpuðu þar með 3-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner