Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. október 2018 15:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Thiago segir það bara sögusagnir að Zidane sé á leið til Bayern
Thiago hlustar ekki á sögusagnir og er einbeittur á næstu leiki.
Thiago hlustar ekki á sögusagnir og er einbeittur á næstu leiki.
Mynd: Getty Images
Miðjumaður Bayern Munchen, Thiago Alcantara efast um að sögusagnir þess efnis að Niko Kovac sem er núverandi þjálfari félagsins verði skipt út fyrir Zinedine Zidane.

Thiago hefur algjörlega vísað þessum sögusögnum á bug og segir þá aðeins vera orðróma. Kovac er undir pressu eftir að Bayern mistókst að vinna síðustu fjóra leiki sína í öllum keppnum.

Meistararnir eru í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö leiki og eru þessa stundina fjórum stigum á eftir Borussia Dortmund sem leiðir kapphlaupið. Bayern fékk auk þess skell er þeir töpuðu 3-0 gegn Borussia Monchengladbach síðastliðinn laugardag. Zidane er atvinnulaus eftir að hafa óvænt hætt hjá Real Madrid eftir að hafa tryggt félaginu sinn þriðja Evrópumeistaratitil.

Þetta eru bara orðrómar. Orðrómar eru orðrómar. Sem betur fer eru margir reynslumiklir leikmenn hjá Bayern og við vitum hvernig við eigum að takast á við þetta. Við reynum að leggja mikið á okkur til þess að breyta ástandinu og halda áfram,” sagði Thiago.

Við þurfum að vinna með það sem við höfum núna. Að velta vöngum yfir framtíðinni þýðir ekkert. Við byrjuðum tímabilið vel og unnum fyrstu sjö leikina sannfærandi. Eftir landsleikjahlé í september komum við til baka og liðið var þreytt. ”

Við erum með fallega hefð hjá Bayern þar sem við komum allir saman með fjölskyldum okkar eftir leiki og fögnum sigri. Þess vegna er mjög sárt þegar við töpum. Við viljum ná aftur þessari tilfinningu, ekki bara fyrir leikmennina heldur einnig fyrir aðdáendur og fjölskyldur okkar.”
Athugasemdir
banner
banner
banner