Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 10. október 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cresswell framlengir við West Ham
Cresswell spyrnir aukaspyrnu gegn Manchester United. Boltinn endaði í netinu.
Cresswell spyrnir aukaspyrnu gegn Manchester United. Boltinn endaði í netinu.
Mynd: Getty Images
Aaron Cresswell er ekki á faraldsfæti frá Lundúnaliðinu West Ham. Vinstri bakvörðurinn hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni og komu þau í tveimur leikjum í röð, gegn Manchester United, beint úr aukaspyrnu í 2-0 heimasigri og í 2-2 jafntefli gegn Bournemouth.

Cresswell gekk í raðir West Ham frá Ipswich árið 2014 og hefur leikið yfir 180 leiki fyrir liðið í öllum keppnum.

Hann er í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem hafa verið lengst hjá félaginu en aðeins þeir Winston Reid og Mark Noble hafa verið lengur hjá Hömrunum.

Manuel Lanzini, Arthur Masuaku og Robert Snodgrass höfðu allir framlengt samninga sína fyrr á þessari leiktíð. Cresswell skrifar undir samning út tímabilið 2022/23.
Athugasemdir
banner
banner
banner